Skip to content

Varðliðar umhverfisins

Nemendur Brúarskóla hlutu í dag útnefninguna Varðliðar umhverfisins fyrir þemaverkefni sem þeir unnu um vatnið nýlega, og var til sýningar í ráðhúsinu á Barnamenningarhátíð. Varðliðar umhverfisins er verkefnasamkeppni grunnskólanemenda í 5.-10. bekk sem haldin er árlega en það er Landvernd, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa fyrir keppninni (nánar hér).

Nokkrir nemendur skólans tóku við viðurkenningunni fyrir hönd hópsins við hátíðlega athöfn í Hannesarholti í dag. Það var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra sem afhenti viðurkenninguna.

Við óskum nemendum okkar til hamingju með viðurkenninguna og erum ákaflega stolt af þeim og þessu flotta verkefni sem þau lögðu sig fram við að vinna. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna í annarri frétt hér fyrir neðan og á vefsíðu Grænfánaverkefnis Brúarskóla.