Um Brúarskóla

Brúarskóli

Brúarskóli var stofnaður árið 2003 og er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar eða félagslegum erfiðleikum. Kennslan fer fram í litlum bekkjum þar sem venjulega eru tveir kennarar saman með lítinn bekk. Brúarskóli hefur fimm starfstöðvar í Reykjavík.

Daglegt starf

Brúarhús, Brúarsel og Vesturhlíð

Skólahald í Brúarhúsum, Brúarseli og Vesturhlíð er með hefbundnu sniði nema að stundartöflu nemenda er þjappað saman á þann hátt að allur tími nemandans í skólanum er kennslutími. Kennarar eru því með nemendum allan skólatímann.

Dalbraut og Stuðlar

Sjúkrakennsla er á Dalbraut og Stuðlum.

Starfið í skólanum er byggt á gleði og jákvæðni. Við trúum því að allir hafi eitthvað gott í sér og eigi möguleika á að verða betri manneskjur. Dagurinn í dag er sérstakur, á morgun kemur nýr dagur. Unnið er að því að öllum nemendum og starfsmönnum líði vel í skólanum. Í daglegu starfi er lögð sérstök áhersla á virðingu, jákvæðni og ábyrgð. Einnig er lögð áhersla á hreyfingu, útivist og hollan mat. Fræðsla fyrir starfsfólk skólans er stór hluti af starfi skólans.

Inntaka/útskrift

Foreldrar sækja um skólavist. Haldin er upplýsingafundur um umsóknina og síðan er boðað til inntökufundar.

Eftir að nemandi hefur nám í Brúarskóla eru haldnir fundir á 3-4 mánaða fresti þar sem þau þjónustukerfi í inntökuteymi sem tengjast fjölskyldu nemands. Frá skólanum eru stjórnendur, deildarstjóri ráðgjafarsvið og sálfræðingur skólans ásamt tveimur fulltrúum SFS.

Brúarskóli er tímabundið skólaúrræði. Áður en að nemandi útskrifast úr Brúarskóla byrjar aðlögun að viðtökuskóla. Viðtökuskóli og Brúarskóli setja upp plan fyir aðlögunina. Kennari úr Brúarskóla fylgir nemandanum í viðtökuskólann á meðan á aðlöguninni stendur. Aðlögunin tekur venjulega nokkrar vikur.

Nemendur:

Í Brúarskóla eru að jafnaði um 60-65 nemendur á 5 starfstöðvum en fjöldinn breytist stöðugt þar sem nemendur útskrifast og nýir nemendur koma inn. Aldur nemenda í Brúarskóla er mismunandi eftir starfstöðvum en hægt er að sjá það hér. Brúarskóli er tímabundið úrræði.

Kennsla

Kennslan er einstaklingsmiðuð í samræmi við námslega stöðu og getu hvers nemanda. Lögð er sérstök áhersla á list- og verkgreinar og er reynt að bjóða upp á eins fjölbreytt nám og hægt er til að koma til móts við styrkleika hvers og eins. Meginmarkmið kennslunnar er að styðja nemendur í námi þeirra í jákvæðu námsumhverfi og að efla félagslega færni og sjáfstraust nemenda.  Áætlun hvers nemanda er sér sniðin og tekur á hegðun, félagsfærni, bóklegu og verklegu námi.

ART

ART; Aggression Replacement Training er ein af grunnstoðum starfs Brúarskóla. Þar er unnið með félagsfærni, reiðistjórnun og siðferðisþroska. Markmiðið er að geti þá nemandinn tekist á við þær aðstæður sem koma upp í daglegu lífi.

Hrós og hvatning

Hrós er önnur grunnstoð Brúarskóla við að þjálfa nemendur og byggja þá upp, en sjálfsímynd nemenda er oft mjög löskuð þegar þeir hefja nám í Brúarskóla. Brúarskóli leggur mikið upp upp úr að hrósa nemendum þegar þeim gengur vel.

Hrósið þarf alltaf að vera nákvæmt. Það skiptir miklu máli að það sé verið að hrósa fyrir einhverja ákveðna athöfn. T.d. "Það var flott hjá þér að hengja upp úlpuna þína á réttan snaga".

Ráðgjafarsvið

Ráðgjafarsvið Brúarskóla sér meðal annars um að veita ráðgjöf til kennara og annars starfsfólks almennra grunnskóla vegna hegðunarvanda nemenda.

Starfsmenn

Við Brúarskóla starfa 35-40 starfsmenn, þar á meðal; stjórnendur, kennarar, sálfræðingur, ráðgjafaþroskaþjálfi, atferlisþjálfar, matráður, ritari, stuðningsfulltrúar, skólaliði, umjónarmaður.

Ágrip af sögu Brúarskóla

 • Ágúst 2003 tekur skólinn til starfa fyrir 5. – 10. bekk.
  • Vesturhlíð: 25 nemendur í 4. -10. bekk.
  • Stuðlar: 8 nemendur á unglingastigi.
 • Janúar 2004 ráðgjafarsvið stofnað.
 • Ágúst 2004 Brúarskóli tekur við stjórn Dalbrautarskóla við BUGL: 14-16 nemendur í 1. -10. bekk.
 • Ágúst 2005 Brúarskóli tekur við kennslu á meðferðarheimilinu Háholti: 4 nemendur á ungl.st.
 • Ágúst 2009 kennslu flyst úr Bjarkarhlíð og flutt í Vesturhlíð.
 • Ágúst 2009 Brúarsel stofnað í Kleifarseli.
 • Ágúst 2011 kennslu hætt á Háholti-Varmahlíðarskóli tekur við.
 • Ágúst 2011 úrræði ti lengri tíma fyrir 2-3 nemendur á einhverfurófi með mjög alvarlega hegðun.
 • Ágúst 2014 Brúarhús stofnað í Dalhúsum.

Netfang