Leiðarljós starfsmanna

Leiðarljós starfsmanna

Við í Brúarskóla höfum sett okkur eftirfarandi leiðarljós í samskiptum og teljum að grundvöllur þeirra sé

GAGNKVÆM VIRÐING.

 

Virðingu sýnum við meðal annars með því að:

 • Vera JÁKVÆÐ í viðmóti við annað fólk.
 • Vera HJÁLPSÖM og sýna öðrum STUÐNING.
 • HRÓSA öðrum fyrir það sem vel er gert.
 • Að virða TRÚNAÐ.
 • TREYSTA samstafsfólki sínu
 • Að vinna sem heild og vera SAMTAKA.
 • HLUSTA og virða sjónarmið annarra.
 • Taka VEL Á MÓTI nýju starfsfólki.
 • Mæta STUNDVÍSLEGA til vinnu.
 • Leggja okkur fram um að hafa gott UPPLÝSINGAFLÆÐI.

Brúarskóli vill starfsfólk sem:

 • Hefur góða faglega þekkingu
 • Hefur metnað og eflir heildina
 • Er sveigjanlegt og vinnur vel í hópi
 • Skarar fram úr á sínu sviði
 • Er frumlegt og útsjónarsamt
 • Er traust og áreiðanlegt
 • Skapar og miðlar þekkingu 
 • Er bjartsýnt og jákvætt
 • Sýnir æðruleysi gagnvart aðstæðum sem ekki verður við ráðið

Það sem starfsfólk Brúarskóla býr yfir er:

 • Uppbygging - við veitum nemendum okkar nám við hæfi og byggjum þá upp svo þeir geti sótt nám í almennum skóla
 • Virðing -  Við virðum þarfir nemenda okkar og berum virðingu hvert fyrir öðru.
 • Samvinna - við erum öflug liðsheild með fjölbreyttan uppruna.  Við virðum og treystum hvort öðru.
 • Sveigjanleiki - við leitum sífellt nýrra aðferða og leiða til að bæta starf okkar. 
 • Framsækni – við sýnum frumkvæði og beitum markvissum aðgerðum í kjölfar ákvarðana.  Við látum hlutina gerast og erum staðráðin í að ná árangri. 
 • Metnaður – við sýnum metnað í starfi með það að markmiði að vera í forystu á okkar sviði.  

 

Netfang