Hlutverk og markmið

Hér eru allmennar upplýsingar um Brúarskóla

Hlutverk 

Brúarskóli er grunnskóli rekinn af Reykjavíkurborg fyrir nemendur í á grunnskólastigi:

 • Með alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda.
 • Sem eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum.
 • Sem eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu og/eða afbrota. 

Starfsemi Brúarskóla skiptist í:

Markmið

Markmið skólans er að gera nemendur hæfari til að stunda nám í almennum grunnskóla. Megináhersla er lögð á að veita nemendum kennslu út frá áhuga og getu hvers og eins og að styrkja og bæta félags- og samskiptahæfni. Kennt er í litlum námshópum og kennslan er einstaklingsmiðuð.

 • Brúarskóli er tímabundið úrræði fyrir nemendur.
 • Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að málum nemandans koma s.s. foreldrar, heimaskóli, barnavernd o.fl. starfi náið saman á meðan nemandi er í Brúarskóla og á meðan á eftirfylgd stendur
 • Í Vesturhlíð, Brúarseli og Brúarhúsum fer stöðumat fram að loknum 2-3 mánuðum. Til fundarins eru boðaðir fulltrúar heimaskóla og foreldrar. Fundinn sitja auk þess skólastjórnendur, fulltrúi ráðgjafadeildar og umsjónarkennari ásamt fulltrúum þeirra þjónustukerfa sem tengjast fjölskyldunni. Stefnt skal að aðlögun í heimaskóla í kjölfarið og gerð áætlun um hvernig skuli staðið að ráðgjöf og eftirfylgd af hálfu Brúarskóla.

Aðferðir

Brúarskóli er fyrir nemendur sem eru með slaka samskiptafærni og eru það illa staddir félagslega og hegðunarlega að þeir eiga erfitt með að vera í almennum skóla án mikils stuðnings. Brúarskóli hefur mörg tæki til að aðstoða nemendur, t.d.

 • ART félagsfærni, samskipti, reiðistjórnun
 • Vinna með hegðun, ábyrgð á hegðun, nota lausnamiðaða nálgun við erfiða hegðun með hvatningu og hrósi
 • Óæskileg hegðun stoppuð
 • Líkamlegt inngrip í neyð
 • Byggja upp jákvæðni gagnvart skólaumhverfi
 • Styrkja hvern einstakling á jákvæðan hátt út frá þroskastöðu hvers og eins
 • Leggja mat á raunverulega námsstöðu - vinnuáætlun
 • Skipulagt umhverfi
 • Allir eiga að vera öruggir
 • Uppbygginarstefna
  • Jákvæðar hliðar
  • Læra að ná stjórn á eigin hegðun
  • Læra að taka ábyrgð á eigin hegðun
 • Skipulögð kennsla:
  • Íslenska, stærðfræði, enska og samfélgasfræðigreinar
  • Verk- og listgreinar
  • Útivist og fjölbreytt hreyfing

Einkunnarorð

Einkunnarorð Brúarskóla eru:

 • Virðing
 • Jákvæðni
 • Ábyrgð

Netfang