S.L.Á.T.U.R.

S.L.Á.T.U.R. skólinn -

tónlist, endurvinnsla, skógrækt

Brúarskóli er að fara í spennandi verkefni sem felur í sér eftirfarandi:

Verkefnislýsing

Þátttakendur í S.L.Á.T.U.R (samtökum listrænna ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík) skólanum læra að nálgast hluti í umhverfinu út frá hljómrænum möguleikum. Tónsköpun er sett í náið samhengi við nýja notkun almennra hluta, endurvinnslu, endursmíði, trjárækt, hljóðræn einkenni mismunandi efnis, skipulag hljóðlistar, samvinnu og skrásetningu. Niðurstöður vinnunnar verður annarsvegar sýning á teikningum, hljóðfærum, hugmyndum og upptökum og hinsvegar tónverk sem verður flutt í Hörpu sem hluti af Tectonics tónlistarhátíðinni. Nemendur vinna einu sinni í viku með leiðbeinendum sínum og lýkur verkinu seini hluta apríl mánaðar.

Markmiðið er:

• að uppfræða nemendur um hljóð mismunandi hluta/efnis/hljóðfæra í tónlistarlegu samhengi.
• skoða endurvinnslu og flokkun sorps útfrá listrænum nýtingarmöguleikum.
• að breyta fundnum hlut í hljóðfæri.
• búa til nýja tónlist með nýjum hljóðfærum.
• safna hugmyndum um hljóðfæri/tónlist.
• búa til sýningu (skyssur, myndir, vídeó, hljóð)
• búa til tónverk.

Samstarfsaðilar

Leiðbeinendur eru menntuð tónskáld og hafa starfað í Listaháskóla Íslands, tónlistarskólum og fleiri menntastofnunum. Þeir eru virkir meðlimir í S.L.Á.T.U.R. samtökum listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík og hafa gert rannsóknir á eðli tónlistar, hljóðs, nótnaskriftar og spuna.

Netfang