Heilsueflandi grunnskólar

Brúarskóli er heilsueflandi grunnskóli.

Tilgangur

Tilgangur heilsueflingarinnar er að stuðla að heilbrigði og vellíðan nemenda og starfsfólks skólans með því að setja sér heildræna stefnu um heilsueflandi skólastarf. Heilsueflandi grunnskóli tekur yfir þættina: Mataræði/tannheilsa, hreyfing/öryggi, lífsleikni, geðrækt, heimili, starfsfólk og nærsamfélag. Brúarskóli er sérskóli og þess vegna eiga ekki allir hlutar heilsueflingarþáttanna við. Nærsamfélagið er til dæmis ekki þannig að nemendur fari burt í sjoppur eða matsölustaði og þess vegna ekki ástæða til samstarfs á þeim vettvangi.

heilsuskolar_taknaaa_med_texta_72px_minni

Þróunarvinnan

Haustið 2011 var stofnaður stýrihópur starfsfólks Brúarskóla til að innleiða heilsueflinguna og til að greina stöðuna eins og hún var með tilliti til breytinga. Gerð var þarfagreining og fenginn sérfræðingur frá Embætti landlæknis til að fara yfir stöðu skólans ásamt stýrihópnum. Sérfræðingurinn mat stöðu skólans nokkuð góða en að þó að væri hægt að laga ýmislegt. Fyrirfram var ætlað að innleiðing heilsueflingar í skólann tæki þrjú ár. Talið var heppilegast að byrja innleiðinguna með þættinum mataræði/tannheilsa fyrsta árið og hreyfingu/öryggi árið eftir.

Heilsueflandi starf

Skólinn býður upp á fjölbreyttan morgunverð alla daga, sem innifelur til skiptis mismunandi gerðir af morgunkorni, hafragraut eða brauð og alla daga eru ávexti og lýsi eða lýsistöflur með morgunmatnum. Í hádeginu er þess einnig gætt að hafa margar tegundir af niðurskornu grænmeti í boði. Ákveðið var að hvetja til meiri vatnsdrykkju nemenda og voru keypt glös og vatnsbrúsar fyrir nemendur i þeim tilgangi. Skólinn tók einnig þátt í árlegri tannverndarviku, fyrstu vikuna í febrúar með fræðslu um tennur og tannheilsu. Sá þáttur verður árlega á dagskrá héðan í frá.

Hreyfing

Haustið 2012 var skipt um áherslu og byrjað að greina hreyfi- og öryggisþáttinn. Ekkert íþróttahús er við skólann en nemendur fara í íþróttasali utan skólans einu sinni í viku. Að auki fara nemendur á miðstigi í leikfimitíma einu sinni í viku á sal skólans. Starfsfólk notar einnig hvert tækifæri sem gefst til útileikja með nemendunum. Stýrihópnum þykir ástæða til að styðja við viðleitni starfsfólks hvað varðar hreyfingu og var þess vegna sótt um styrk úr Lýðheilsusjóði til að kaupa reiðhjól, bolta og fleiri tæki eða leikföng. Beðið er eftir afgreiðslu umsóknarinnar, sem vonandi verður jákvæð.

Netfang