Comeniusarverkefnið Big Green Footsteps 2013-2015

Skólar sem sinna sjúkrakennslu í fimm löndum Evróu hafa ákveðið að vinna saman að verkefninu Big Green Footsteps. Þeir eru:

 • Ísland: Brúarskóli við Dalbraut
 • England: Chelsea Community Hospital School London
 • Írland: Our Lady´s Hospital School Dublin
 • Ítalía: ITSSE Carlo Levi-sezione ospedaliera Torino
 • Pólland: Zespól Szkól Specjalnych nr.2 Krakow

 Markmið verkefnisins er:

 • að rannsaka orkunýtingu og loftlagsbreytingar í áföngum, bæði staðbundið, með nemendum, foreldrum og kennurum
 • að nýta vaxandi meðvitund fólks í umhverfismálum til þess að leysa sameiginleg vandamál á þessu sviði
 • hvetja þátttakendur til þess að vera fulltrúar þeirra sem vilja koma fram af meiri ábyrgð í umhverfismálum
 • að skapa umræðuvettvang innan skólanna og utan, með því að safna upplýsingum frá sérfræðingum og vísindamönnum sem vinna að umhverfismálum svo og hagsmunahópum
 • að auðvelda ungu fólki að vinna saman að þessu málefni í skólunum og tengja það alþjóðlegu samstarfi
 • að nemendur í sérhverjum skóla vinni saman að því að skapa umhverfisvæn leikjaverkefni sem ætluð eru til að fræða nemendur um orkusparnað og sóun verðmæta

Leiðir að markmiðum

Verkefnin verða gerð úr endurnýtanlegum efnum/hlutum. Notaðar verða tölvur og aðrir miðlar til þess að ná til þeirra nemenda sem eru inniliggjandi á sjúkrahúsi. Unnið verður með kennsluverkefnið Mantle of the Expert. Nemendur vinna að tímasettum verkefnum, leysa verkefnin, ná að fjármagna þau og markaðssetja fyrir aðra hópa, a.m.k í einum hverfisskóla í sínu nágrenni og fyrir umhverfisverndarsamtök. Fái þannig viðbrögð við sinni vinnu.

Búin verði til samræmdur mælikvarði þannig að hægt verði að dæma besta verkefnið/leikinn, frá þessum fimm skólum, til almennrar notkunar.

Nemendur munu læra sérstaklega um orkunotkun í Evrópu. Þeir munu nota tölvur til samskipta, Skype, e-mail, blog og sameiginlega heimasíðu verkefnisins til þess að læra og skilja hvað telst eðlilegt í þessu samhengi og styrkja þannig verkefnið og hönnun leikjaverkefna. Þessi verkefni gætu stuðlað að meiri hópvinnu og félagsstarfi meðal nemenda.

Hægt er að skoða heimasíðu verkefnisins hér.

Netfang