Brúarskógur

Brúarskógur

Brúarskógur er grenndarskógur Brúarskóla. Í Brúarskógi hafa kennarar og nemendur komið upp rjóðri sem nefnist Brúarrjóður og er útikennslustofa skólans. 

Kennarar Brúarskóla sóttu um styrk úr þróunarsjóði vorið 2012 til þess að koma upp útikennslustofu í Öskjuhlíðinni og er verkefnið því styrkt þróunarverkefni skólans. Brúarrjóður er staður sem ætlaður er til útináms, útinám er nám sem fer fram úti, t.d. í útistofu eða í nánasta umhverfi skólans.

Í útikennslu má nota ýmsar kennsluaðferðir og með góðum undirbúningi getur kennarinn nánast kennt hvað sem er utandyra á þann veg að nemendur fái notið sín. Með útikennslu má efla skólastarf þar sem fleiri möguleikar eru á námsleiðum, einnig eykur útikennslustofa kennslurými skólans. Í Brúarskóla hefur verið lögð sérstök áhersla á að nota náttúruna í námi. Kennarar Brúarskóla hafa undanfarin ár verið að safna gögnum og verkefnum sem má nota til útináms. Einnig hafa þeir búið til einstaklingsmiðað námsefni sem hentar vel í kennslu nemenda með sérþarfir. 

Markmið með útikennslustofu í Brúarskóla eru :

  • Að nemendur vinni á öðrum vettvangi en í skólastofum
  • Að nemendur læri að virða og bera umhyggju fyrir nánasta umhverfi sínu
  • Að nemendur þjálfist í að nota skynfæri til að bæði skynja og uppgötva umhverfi sitt
  • Að nemendur læri að búa sig fyrir útiveru
  • Að auka þol og þrek nemenda
  • Að nemandi kynnist náttúrunni, gróðrinum og dýralífi af eigin raun

Netfang