Vesturhlíð er ein af fimm starfstöðvum Brúarskóla. Hún er staðsett í Vesturhlíð 3, 105 Reykjavík. Allar starfstöðvar Brúarskóla vinna að sama markmiði sem lesa má nánar um hér.
- Sími í Vesturhlíð 411 7970.
- Bréfsími 520 6013.
- bruarskoli@reykjavik.is.
Nemendur
Að jafnaði eru um 24 nemendur í Vesturhlíð í 4. - 10. bekk.
- Miðstig, 4.-7. bekkur
- 12 nemendur
- 4 umsjónarkennarar
- Unglingadeild, 8. - 10. bekk
- 12 nemendur
- 3 umsjónarkennarar
Kennsla
Kennsla í Vesturhlíð skiptist í bóklega og verklega kennslu.
Brúarskóli í Vesturhlíð notar líka mikið útikennslu í daglegu starfi og notar útikennslustofu skólans í Öskjuhlíðnni.
Allir nemendur eru með einstaklingsmiðað hvatningakerfi og sjónrænt skipulag af skóladeginum.
Skipulag
Flestir nemendur á koma með skólarútum í skólann.
Nemendur í Vesturhlíð eru að jafnaði í 1-2 annir í Brúarskóla og fara síðan aftur í heimaskólann.
Nemendur á miðstigi og unglingastigi eru ekki á sama tíma og morgun- eða hádegismat og ljúka skóla á mismunandi tíma.
Skólatími
Skóladagurinn hefst klukkan 8:20 og lýkur kl. 13:35 hjá miðstigi og kl. 13:50 hjá unglingastigi.