Skip to content

Brúarskóli við Dalbraut sinnir kennslu nemenda sem eru á BUGL (Barna-og unglingageðdeild Lsp.).  Skólinn er ein af fimm starfsstöðvum Brúarskóla og er staðsettur á Dalbraut 12 í Reykjavík.  Allar starfsstöðvar Brúarskóla vinna að sama markmiði sem lesa má nánar um hér.

Nemendur

Að jafnaði eru 14 nemendur í skólanum í 1. til 10.bekk og lengd skólavistar einstaklingsbundin.

Kennslutími

Skólatími nemenda er alla virka daga vikunnar frá kl.8:30 til 12:10.  Vegna síbreytilegrar samsetningar nemendahópsins er árgangablönduð samkennsla í fámennum hópum.

Kennslan er einstaklingsmiðuð í samræmi við námslega stöðu hvers nemanda og eftir getu og áhuga hvers og eins.  Meginmarkmið kennslunnar er að styðja nemendur í námi þeirra í jákvæðu námsumhverfi og að efla félagslega færni og sjálfstraust nemenda.

Samstarf

Kennarar skólans eru í nánu samstarfi við starfsfólk á BUGL og við heimaskóla hvers nemanda.  Að auki er faglegt samstarf og fræðsla við Vesturhlíð.

Starfsmenn

Í Brúarskóla Dalbraut starfa

  • deildarstjóri
  • kennarar

Netföng starfsmanna