Í Brúarhúsum eru starfræktar tvær deildir Brúarskóla, yngri og eldri deild. Brúarhús eru staðsett í Dalhúsum 41, 112 Reykjavík, í húsnæði Húsaskóla. Allar starfsstöðvar Brúarskóla vinna að sama markmiði sem lesa má nánar um hér.
Sími er 411-6863
Netfang gudni.eirikur.gudmundsson@rvkskolar.is og gudrun.vala.jonsdottir@rvkskolar.is
Þátttökubekkur
Hugmyndafræðin að baki þáttökubekkjar og staðsetningu hans við eða inn í almennum grunnskóla byggir á því að nemendur fái sérhæft námstilboð í heimahverfi sínu í aðstæðum sem eru eins lítið heftandi og mögulegt er. Lögð er áhersla á félaglega styrking og aukna samskiptafærni í eins mikilli nánd við jafnaldra og mögulegt er. Stefnt er að því að tengsl nemanda við heimaskóla rofni sem minnst og styst.
Nemendur
- Að jafnaði eru 10-12 nemendur í Brúarhúsum í 3.-7. bekk.
- Brúarhús er ætlað nemendum sem búa í hverfum austan megin í borginni, þ.e. Árbæ, Breiðholti, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti og Úlfarsárdal.
Kennsla
Kennsla í Brúarhúsum er með hefðbundnu sniði. Bókleg kennsla er í höndum umsjónarkennara í húsnæði Brúarhúsa en nemendur sækja verklegar greinar í Húsaskóla. Nemendur í Brúarhúsum eru gjarnan áfram í tengslum við heimaskóla sinn og fylgja bekknum sínum þar í valda tíma. Þetta fyrirkomulag er þó einstaklingsbundið og sérsniðið að hverjum nemanda. Hvatningakerfi og sjónrænt skipulag skipta miklu í daglegu starfi.
Skipulag
Skólavist nemenda í Brúarhúsum er einstaklingsbundin og það metið á reglulegum fundum hversu lengi hver nemandi er í Brúarhúsum. Algengt er að nemendur séu eina til tvær annir í Brúarhúsum og þá leiddir aftur út í heimaskóla sína.
Nærskóli
Húsaskóli er nærskóli Brúarhúsa. Nemendur sækja tíma í verklegum greinum og íþróttum í Húsaskóla auk þess sem þeir borða hádegismat í matsal Húsaskóla.
Samstarf
Náið samstarf er við heimaskóla nemenda og starfsmenn sækja faglegt samstarf og fræðslu í Vesturhlíð.
Skólatími
Skóladagurinn hefst klukkan 8:20 og lýkur kl. kl. 13:30.