Hlutverk ráðgjafarsviðs Brúarskóla
Ráðgjafarsvið Brúarskóla hefur það hlutverk að sinna ráðgjöf við almenna grunnskóla og við starfsfólk Brúarskóla í vinnu með nemendum skólans. Auk þess kemur ráðgjafarsvið að inntöku- og útskriftarferli nemenda í Brúarskóla.
Ráðgjöf við almenna skóla
Almennir grunnskólar geta sótt um ráðgjöf, á þar til gerðum eyðublöðum. Ráðgjöfin getur verið á mismunandi formi, t.d.
- fundir með starfsmönnum skóla
- vettvangsathuganir
- símafundir
- heimsóknir starfsmanna almennra grunnskóla í Brúarskóla
- aðkoma að aðlögun nemenda
Ráðgjöf innan Brúarskóla
Ráðgjafarsvið Brúarskóla veitir starfsmönnum skólans ráðgjöf varðandi vinnu með nemendum og sitja fundi er varða mál nemenda. Ráðgjafar eru einnig í samskiptum við aðra aðila sem koma að málum nemenda, s.s. Þjónustumiðstöðvar, Barna- og unglingageðdeild og Barnavernd. Meðal verkefna ráðgjafarsviðs er:
- aðkoma að inntökuferli nýrra nemenda
- stöðumatsfundir vegna nemenda á meðan á skólavist stendur
- skipulag aðlögunar nemenda í heimaskóla að lokinni veru í Brúarskóla
- samráðsfundir með starfsmönnum Brúarskóla
- vettvangsathuganir í hópum
Starfsmenn
- deildarstjóri
- ráðgjafarþroskaþjálfi
- hegðunarráðgjafi
- kennari
Hafa samband
- Deildarstjóri ráðgjafarsviðs: 411 7977
- Almennur sími: 411 7970
- Bréfsími: 520 6013
- Netfang: bruarskoli@reykjavik.is
- Beiðni um ráðgjöf