Skip to content

Öskudagur – skertur skóladagur

Kæru foreldrar/forráðamenn

Öskudagur, miðvikudagur 17. febrúar, verður skertur skóladagur hjá okkur í Brúarskóla. Skólinn hefst kl. 8:20 eins og venjulega, en lýkur kl. 12:00.Nemendur mega gjarnan koma í grímubúning þennan dag og við munum slá köttinn úr tunnunni. Nemendum verður boðið upp á pylsur í hádegismat áður en þeir fara heim.