Skip to content

Öskudagur og vetrarleyfi í næstu vikuÖskudagur er á miðvikudag í næstu viku, 22. febrúar. Það er skertur dagur hjá okkur í Brúarskóla og lýkur skóla kl. 12:00. Nemendur mega gjarnan koma í búningum í skólann þann dag, en við óskum eftir að öll vopn verði skilin eftir heima.
Við höfum sent Pant tölvupóst og látið vita að skóla ljúki kl. 12:00 en það er gott að þeir sem nýta sér skólaaksturinn hafi einnig samband þangað.

Á fimmtudag og föstudag, 23. og 24. febrúar er svo vetrarleyfi hjá okkur.