Skip to content

Opið hús og vetrarleyfi

Opið hús

Föstudaginn 22. febrúar verður opið hús fyrir foreldra/forráðamenn í Brúarskóla í Vesturhlíð kl. 13:00-13:40.

Þessa vikuna hafa nemendur verið að vinna með þemað dýr í útrýmingarhættu og verður afrakstur vikunnar til sýnis, auk annarra verkefna.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Vetrarleyfi og skipulagsdagur

25. og 26. febrúar er vetrarleyfi og 27. febrúar er skipulagsdagur. Engin kennsla verður þá daga.