Kennsluhættir
Megin áherslur í starfi Brúarskóla eru hegðun, félagsfærni og samskipti og því mikil áhersla lögð á hegðunarmótun. Unnið er með athafnir daglegs lífs í öllu starfi. Allt starf er vel skipulagt, skýrt og fyrirsjáanlegt.
Leiðir að markmiðum í vinnu með hegðun eru meðal annars:
- Styrkja jákvæðar hliðar
- Hrós
- Hvatning, allir nemendur eru með hvatningakerfi
- Nemendur læra að taka ábyrgð á eigin hegðun
- Nemendur læra nýja hegðun í stað þeirrar gömlu
- Sjónrænt skipulag
- Allar reglur myndrænar og sýnilegar, æfðar reglulega og afleiðingar við reglubrotum skýrar
- Jákvæð samskipti og virðing
- ART (Aggression replacement training)
- Reiðistjórnun
- Félagsfærni
- Klípusögur
- KVAN
- Félagsfærni
- Samskipti
- Sjálfsstyrking
Í námi er áhersla lögð á sjálfstæði í daglegum athöfnum, íslensku, stærðfræði, ensku, hreyfingu, útivist, samfélagsgreinar og list- og verkgreinar. Útivist er fastur liður í starfinu og nýtir skólinn umhverfi sitt og útikennslustofu í Öskjuhlíðinni, Brúarrjóður.
Nemendur í Vesturhlíð eru í íþróttum í íþróttahúsi Klettaskóla og Álftamýrarskóla. Nemendur í þátttökubekkjum fara í íþróttir, verkgreinar og mötuneyti í Húsaskóla. Brúarskóli er heilsueflandi grunnskóli og tekur daglegt starf mið af því.
Starfsmenn eru með nemendum allan skólatímann og borða með þeim morgun- og hádegismat.