Skip to content

Jólaleyfi

Síðasti dagur fyrir jólaleyfi er föstudagur 17. desember. Þann dag mæta nemendur í Vesturhlíð kl. 11:00 og eru til 12:00, nemendur í Brúarhúsum mæta kl. 11:00-12:30. Foreldrar athugið að panta akstur fyrir þennan dag.
Haldin verður stutt jólastund og svo borða nemendur og starfsfólk saman hádegismat.

Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 4. janúar 2022, samkvæmt stundaskrá.

Starfsfólk Brúarskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla með þökk fyrir samstarfið á árinu.