Skip to content

Gleðilegar fréttir!

Tíðin hefur verið góð síðustu daga hjá okkur í Brúarskóla. Skólinn fékk á dögunum styrk frá Velferðarsjóði barna upp á eina milljón króna. Styrknum verður varið í verkefni sem miða að því að efla líkamlegt og andlegt heilbrigði nemenda.

Húsasmiðjan og BYKO lögðu einnig sitt af mörkum til þess að stuðla að heilbrigðum lífstíl nemenda skólans. Hvor aðili um sig færði skólanum tvö hjól ásamt hjálmum að gjöf, nemendum og starfsmönnum til mikillar gleði.

Soffía tekur á móti hjólunum frá Magnúsi markaðsstjóra í Húsasmiðjunni
Soffía tekur á móti hjólunum frá Magnúsi markaðsstjóra í Húsasmiðjunni
Nemendur komnir af stað á hjólunum frá BYKO
Nemendur komnir af stað á hjólunum frá BYKO

Við þökkum Velferðarsjóði barna, Húsasmiðjunni og BYKO kærlega fyrir okkur og förum glöð inn í vorið og sumarið. Ánægð með að geta notið hreyfingar og útivistar saman.