Skip to content

Frídagar í maí

Eins og venjulega á vorin eru nokkrir frídagar og aðrir dagar þar sem ekki er kennsla, nú í maí.

Fimmtudaginn 10. maí er uppstigningardagur og því frí þann dag.

Mánudaginn 21. maí er annar í hvítasunnu og því frí þann dag.

Föstudaginn 25. maí er skipulagsdagur starfsmanna og því ekki kennsla þann dag.

Mánudaginn 28. maí eru foreldraviðtöl. Nemendur koma í viðtal hjá umsjónarkennara ásamt foreldrum/forráðamönnum. Umsjónarkennarar verða í sambandi við foreldra/forráðamenn vegna viðtalstíma.