Skólaárið 2014 til 2015

Skólasetning og foreldraviðtöl

Þá er skólastarfið að síga af stað.

Foreldraviðtöl verð í skólanum 19. ágúst, bréf sent til allra nemenda með tímasetningum.

Skólasetning verður í Brúarskóla föstudaginn 22. ágúst. kl. 10:30. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með nemendum.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Hlökkum til samstarfsins við nemendur og foreldra.

Netfang

Nýr þátttökubekkur - Brúarhús

Í vikunni tók til starfa nýr þátttökubekkur Brúarskóla og er hann í Húsaskóla, Brúarhús. Þar koma til með að vera 4-6 nemendur í 5. - 7. bekk.

Búarhús er annar þátttökubekkur Brúarskóla en fyrir var þátttökubekkur í Seljaskóla, Brúarsel.

Netfang

Fyrirlestur á málþingi Sjónarhóls

Árlegt málþing Sjónarhólls var haldið 4 september. Í ár héldu tveir kennarar Brúarskóla fyrirlesturinn "Hvernig styrkjum við félagsleg samskipti á jákvæðan hátt?" Hér er yfirlit yfir dagskrá málþingsins

Hægt er að sjá upptöku af málþinginu hér. Fyrirlestur kennara Brúarskóla byrjar eftir 1 klukkutíma og 35 mín inn í upptökuna.

Netfang

Vetrarfrí

Vetrarfrí er í Brúarskóla 17.-21. október.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október.

Netfang

Foreldraviðtöl og starfsdagur

Foreldraviðtöl verða mánudaginn 17. nóvember.

Starfsdagur verður þriðjudaginn 18. nóvember.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 19. nóvember.

Netfang

Norræna skólahlaupið

Í nóvember var norræna skólahlaupið hjá Brúarskóla Vesturhlíð og Brúarseli. Frábær þátttaka var í hlaupinu og hlupu nemendur skólans samtals 79,5 km.

Starfsfólk Brúarskóla óskar íþróttamönnunum til hamingju með árangurinn.

Netfang