Foreldraviðtöl og vetrarleyfi

Foreldraviðtöl verða í Brúarskóla fimmtudaginn 20. október nk. og munu umsjónakennarar senda út nánari upplýsingar. Engin kennsla er þann dag en ætlast er til að nemendur komi með í þessi viðtöl.
Vetrarleyfi hefst í grunnskólum Reykjavíkur föstudaginn 21. október og fellur kennsla niður í Brúarskóla föstudaginn 21. október, mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. október.
Kennsla verður samkvæmt stundarskrá miðvikudag 26. október.