Skip to content

Foreldrasamstarf

Í Brúarskóla er lögð rík áhersla á jákvætt samstarf við foreldra. Í mörgum tilfellum eru foreldrar komnir í þrot varðandi skólanám og/eða reglubundið líf barna sinna. Því er aðalmarkmið að byggja upp traust og jákvæðan farveg í samskiptum. Gott foreldrasamstarf þróast á þann veg að báðir aðilar eiga frumkvæði að samskiptum sem leiðir til þess að nemendur líta á það sem sjálfsagðan hlut að tengsl séu milli þess hvernig gengur heima og í skólanum. Foreldrar nemenda í Brúarskóla gangast undir þátttöku í samstarfinu með umsókn um skólavist.

Foreldrasamstarf á að grundvallast á:

  • gagnkvæmri virðingu
  • jákvæðum skoðanaskiptum
  • tillitsemi