Skip to content
13 ágú'18

Skólasetning og foreldraviðtöl

Skólasetning verður í Brúarskóla í Brúarhúsum, Brúarseli og Vesturhlíð miðvikudaginn 22. ágúst. kl. 10:30. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með nemendum. Foreldraviðtöl verða mánudaginn 20. ágúst. Umsjónarkennarar mun senda foreldrum bréf með nánari tímasetningum fyrir foreldraviðtöl. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Hlökkum til samstarfsins við nemendur og foreldra.

Nánar
05 jún'18

Vorhátíð / Skólaslit

Fimmtudaginn 7. júní verður vorhátíð og skólaslit í Brúarskóla. Hér má sjá dagskrá: Nemendur mæta á hefðbundnum tíma. Kl. 8:00 – 11:00 – Hver hópur skipuleggur Kl. 11:00 – 11:45 – BMX Brós Kl. 11:45 – 12:30 – Grillaðar pylsur og ís Kl. 12:30 – 13:10 – Skólaslit á sal, foreldrar velkomnir.

Nánar
04 jún'18

Útskrift Dale Carnegie

Nemendur á unglingastigi í Brúarskóla útskrifuðust af 9 vikna Dale Carnegie námskeiði föstudaginn 1. júní, en Brúarskóli fékk styrk frá Velferðarsjóði barna fyrir námskeiðinu. Frábær árangur hjá þeim! Hér má sjá frétt inn á mbl.is

Nánar
08 maí'18

Frídagar í maí

Eins og venjulega á vorin eru nokkrir frídagar og aðrir dagar þar sem ekki er kennsla, nú í maí. Fimmtudaginn 10. maí er uppstigningardagur og því frí þann dag. Mánudaginn 21. maí er annar í hvítasunnu og því frí þann dag. Föstudaginn 25. maí er skipulagsdagur starfsmanna og því ekki kennsla þann dag. Mánudaginn 28.…

Nánar
30 apr'18

1. maí

Á verkalýðsdaginn, 1. maí, er ekki kennsla í Brúarskóla.

Nánar
25 apr'18

Varðliðar umhverfisins

Nemendur Brúarskóla hlutu í dag útnefninguna Varðliðar umhverfisins fyrir þemaverkefni sem þeir unnu um vatnið nýlega, og var til sýningar í ráðhúsinu á Barnamenningarhátíð. Varðliðar umhverfisins er verkefnasamkeppni grunnskólanemenda í 5.-10. bekk sem haldin er árlega en það er Landvernd, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa fyrir keppninni (nánar hér). Nokkrir nemendur skólans…

Nánar
13 apr'18

Brúarskóli á grænni grein

Í vetur hafa kennarar og nemendur Brúarskóla verið þátttakendur í Grænfánanum. Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem Landvernd hefur rekið hér á landi í tæp 10 ár. Rúmlega tvö hundruð skólar á öllum skólastigum um land allt hafa tekið þátt í verkefninu. Þátttökuskólarnir stefna allir að því að geta flaggað hinni alþjóðlegu viðurkenningu, Grænfánanum. Brúarskóli stefnir…

Nánar
15 mar'18

Páskaleyfi

Páskaleyfi verður í Brúarskóla dagana 24. mars til 2. apríl. Þriðjudaginn 3. apríl verður starfsdagur hjá Brúarskóla, engin kennsla verður þann dag. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4. apríl.

Nánar
22 feb'18

Opið hús í þemaviku

Föstudaginn 23. febrúar verður opið hús fyrir foreldra/forráðamenn í Brúarskóla í Vesturhlíð kl. 10:30-11:30. Þessa vikuna hafa nemendur verið að vinna með þemað VATN og verður afrakstur vikunnar til sýnis, auk annarra verkefna. Vonumst til að sjá sem flesta!

Nánar