2018-2019
Skólaslit og vorhátíð
Föstudaginn 7. júní verður vorhátíð og skólaslit í Brúarskóla Dagskrá Nemendur mæta á hefðbundnum tíma. Kl. 8:30-11:15 – Hópar skipuleggja Kl. 11:15-12:00 – Grill – Hamborgarar Kl. 12:00 – BMX BRÓS o.fl. Kl. 13:00 -13:45 – Skólaslit á sal, foreldrar velkomnir
NánarSkipulagsdagur og foreldraviðtöl
Miðvikudaginn 29. maí er skipulagsdagur í Brúarskóla. Fimmtudaginn 30. maí er uppstigningardagur. Föstudaginn 31. maí eru foreldraviðtöl. Umsjónarkennarar munu senda foreldrum bréf með nánari tímasetningum fyrir foreldraviðtöl. Engin kennsla er þessa daga.
NánarPáskaleyfi og sumardagurinn fyrsti
Páskaleyfi verður í Brúarskóla dagana 13. apríl til 22. apríl. Fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti. Engin kennsla er þann dag.
NánarÞau vilja lifa! Nemendur sýna á Barnamenningarhátíð
Borgarbókasafn – Menningarhús Spönginni 9.-23. apríl Nemendur Brúarskóla hafa unnið þemavinnu í vetur um dýr í útrýmingarhættu. Börnin nýttu allan sköpunarkraft sinn og veltu fyrir sér samspili dýraríkisins og okkar sjálfra. Þau uppgötvaðu margar áhugaverðar staðreyndir og fróðleik um fjölbreytileika náttúrunnar. Til að vekja athygli á ástandi margra dýra sem eru í útrýmingarhættu hafa þau…
NánarOpið hús og vetrarleyfi
Opið hús Föstudaginn 22. febrúar verður opið hús fyrir foreldra/forráðamenn í Brúarskóla í Vesturhlíð kl. 13:00-13:40. Þessa vikuna hafa nemendur verið að vinna með þemað dýr í útrýmingarhættu og verður afrakstur vikunnar til sýnis, auk annarra verkefna. Vonumst til að sjá sem flesta! Vetrarleyfi og skipulagsdagur 25. og 26. febrúar er vetrarleyfi og 27. febrúar…
NánarJólaleyfi og síðasti skóladagur í desember
Fimmtudagurinn 20. desember er síðasti skóladagur fyrir jólaleyfi. Þann dag mæta nemendur í Vesturhlíð, Brúarseli og Brúarhúsum kl. 11:00 í skólann. Nemendur og starfsmenn eiga saman jólastund og borða saman. Deginum lýkur kl. 12:00. Foreldrar/forráðamenn athugið að breyta skólaakstrinum fyrir þennan dag! Skólinn hefst aftur að loknu jólaleyfi 3. janúar 2019.
NánarJólaföndur og jólapeysu- og jólasveinahúfudagur
Föstudaginn 7. desember verður jólapeysu- og jólasveinahúfudagur í Brúarskóla. Þann dag verður líka jólaföndur í Vesturhlíðinni kl. 12:15-13:30. Foreldrar og vinir skólans velkomnir að föndra með nemendum! Hlökkum til að sjá ykkur!
NánarOpið hús og skipulagsdagur
Föstudaginn 23. nóvember verður opið hús fyrir foreldra/forráðamenn í Brúarskóla í Vesturhlíð kl. 10:30-11:30. Gert er ráð fyrir að allir nemendur ljúki skóladeginum í skólanum en fari ekki heim með foreldrum. Mánudaginn 26. nóvember n.k. verður skipulagsdagur starfsmanna. Engin kennsla verður þann dag.
NánarForeldraviðtöl og vetrarleyfi
Foreldradagur verður í Brúarskóla miðvikudaginn 17. október. Engin kennsla verður þann dag Vetrarleyfi verður dagana 18.-22. október.
Nánar