Skip to content
20 jan'23

Bóndadagur

Það er hefð fyrir því að fagna upphafi Þorra í Brúarskóla. Á bóndadaginn mætir starfsfólk og þeir nemendur sem vilja gjarnan í lopapeysum. Í hádeginu er boðið upp á saltkjöt og þorramat s.s. slátur, sviðasultu, svið, harðfisk, hrútspunga og hákarl.

Nánar
07 jún'22

8. júní – vorhátíð, skólaslit og útskrift

Miðvikudaginn 8. júní verður vorhátíð og skólaslit í Brúarskóla. Skóladagurinn byrjar á hefðbundnum tíma kl. 8:20. Nemendur og starfsfólk gerir sér glaðan dag á sinni starfsstöð fram til hádegis. Í hádeginu verður grillað í Vesturhlíð og nemendur starfsfólk Brúarhúsa koma þangað. Að grilli loknu kemur Wally trúður og skemmtir okkur. Skólaslit og útskrift hefst kl.…

Nánar
16 des'21

Jólaleyfi

Síðasti dagur fyrir jólaleyfi er föstudagur 17. desember. Þann dag mæta nemendur í Vesturhlíð kl. 11:00 og eru til 12:00, nemendur í Brúarhúsum mæta kl. 11:00-12:30. Foreldrar athugið að panta akstur fyrir þennan dag.Haldin verður stutt jólastund og svo borða nemendur og starfsfólk saman hádegismat. Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 4. janúar 2022, samkvæmt stundaskrá.…

Nánar
22 jún'21

Gleðilegt sumar!

Takk fyrir skólaárið sem nú er liðið! Skrifstofa skólans verður lokuð til 5. ágúst.Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst, en nemendur og foreldrar verða boðaðir í viðtöl í vikunni á undan. Njótið sumarsins!

Nánar
14 maí'20

Gleðilegar fréttir!

Tíðin hefur verið góð síðustu daga hjá okkur í Brúarskóla. Skólinn fékk á dögunum styrk frá Velferðarsjóði barna upp á eina milljón króna. Styrknum verður varið í verkefni sem miða að því að efla líkamlegt og andlegt heilbrigði nemenda. Húsasmiðjan og BYKO lögðu einnig sitt af mörkum til þess að stuðla að heilbrigðum lífstíl nemenda…

Nánar
27 apr'20

Kennsla fellur niður 30. apríl og 1. maí næstkomandi

Kæru foreldrar/forráðamenn. Skipulagsdagur verður í Brúarskóla fimmtudaginn 30. apríl og baráttudagur verkalýðsins er föstudaginn 1. maí. Fellur kennsla því niður báða þessa daga. Hefðbundið skólastarf hefst svo mánudaginn 4. maí. Kær kveðja, starfsfólk Brúarskóla

Nánar
13 mar'20

Mánudagurinn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars…

Nánar
03 mar'20

COVID-19

Íslenska, English, Polskie, Filipino Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum…

Nánar
27 feb'20

Vetrarleyfi

Föstudaginn 28. febrúar og mánudaginn 2. mars eru vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. mars.

Nánar
11 des'19

Jólaföndur og rauður dagur

Kæru foreldrar / forráðamenn Næstkomandi föstudag, 13. desember, verður jólaföndur frá kl. 12:30 – 13:30. Dagurinn verður jafnframt rauður dagur í Brúarskóla þar sem starfsfólk og nemendur klæðast rauðu. Foreldrar og vinir skólans eru velkomnir að föndra með nemendum! Boðið verður upp á kaffi, piparkökur og mandarínur. Hlökkum til að sjá ykkur!

Nánar