Skip to content

Breytingar á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaraðgerða

Nú hafa sóttvarnir verið hertar næstu vikurnar og þurfum við að bregðast við því með breytingum á skólastarfi. 

Helstu breytingar eru þær að nú gilda 2ja metra fjarlægðarmörk um nemendur líkt og um fullorðna og grímuskylda þegar ekki er hægt að tryggja fjarlægðina.

Þetta hefur áhrif á skipulagið í skólastarfinu og munu foreldrar/forráðamenn fá tölvupóst frá stjórnendum varðandi þær breytingar sem eiga við á hverri starfsstöð skólans.