Skip to content

Hvað er ART ?

ART; Aggression Replacement Training hefur verið í þróun síðan á sjöunda áratugnum og er prófessors Arnolds P. Goldstein höfundur þessarar aðferðar en hann lést 2002. Aðferðin er vel ígrunduð og árangursrík aðferð til að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun hjá börnum og ungu fólki, t.d. þeim sem greinst hafa með þroska-og atferlisröskun.

Frá því að ART var fyrst kynnt til sögunnar í Bandaríkjunum 1987 hafa  samstarfsmenn Arnolds P. Goldstein, við Háskólann í Syracuse í Bandaríkjunum staðið fyrir þróun aðferðinnar.  ART hefur náð útbreiðslu víða í Bandaríkjunum sem og í fleiri löndum svo sem Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og á Íslandi.

ART þjálfun byggir á þremur grunnatriðum:

 • Félagsfærniþjálfun (Skillstreaming)
 • Reiðistjórnun (Anger Control Training)
 • Efling siðgæðisþroska (Moral Reasoning Training)

Hvert  grunnatriði er þjálfað einu sinni í viku.  Þjálfunin fer fram í litlum hópum með tveimur þjálfurum í 40 – 45 mínútur í senn.

Þjálfunin miðar að skilvirkri yfirfærslu á aðstæður daglegs lífs. Hún tekur að jafnaði um 10 vikur og byggir að miklu leyti á því að nemendur læri með þátttöku í hlutverkaleikjum (roleplay).

Árangur er metinn á markvissan og reglubundinn hátt m.a. með gátlistum.

Foreldrar og þjónustuaðilar (kennarar, tómstundafræðingar, þroskaþjálfar, uppeldisfulltrúar, starfsmenn meðferðarstofnana o.s.frv.) eru virkir í þjálfun hvers einstaklings.

Félagsfærniþjálfun (Skillstreaming)

Hér koma nokkur dæmi um færni sem nemendur (leika) vinna með í tíma:

 • Að hrósa
 • Að hlusta
 • Að spyrja spurningar
 • Að biðjast afsökunar
 • Að þakka fyrir sig
 • Að höndla þrýsting jafningja
 • Að bregðast við sannfæringu
 • Að bregðast við ásökun

Reiðistjórnun (Anger Control Training)

Reiðistjórnunarhringurinn sem notaður er í kennslu reiðistjórnunar

[Setja inn mynd af reiðistjórnunarhringnum]

Efling siðgæðisþroska (Moral Reasoning Training)

Dæmi um Klípusögu sem notuð er í eflingu siðgæðisþroska

1. Nonni og Manni eru að labba heim frá skólanum. Allt í einu stoppar Nonni og segir: „Nei, nei, sjáðu – veski!“ Það liggur veski á gangstéttinni. Nonni nær í veskið og kíkir inn í það. Í veskinu eru kredit kort, ökuskírteini með mynd, heimilisfang, og 20.000 krónur. Nonni og Manni horfa á hvorn annan.

Hvað eiga Nonni og Manni að gera?

2. Í sjoppunni sjá Nonni og Manni að einhver hefur sett upp auglýsingu á blaði. Það er auglýst eftir veskinu í auglýsingunni. Á blaðinu er símanúmer eiganda veskisins. Það er verðlaun í boði fyrir þann sem finnur veskið.
Hvað eiga Nonni og Manni gera?