Afmælishátíð Brúarskóla

Föstudaginn 23. maí verður haldið upp á 10 ára afmæli Brúarskóla.

Í tilefni dagsins verður opið hús í Vesturhlíð 3 klukkan 15:00 til 17:00.

Starfsfólk Brúarskóla vonar að sem flestir af velunnurum, fyrrum nemendum og starfsmönnum skólans fagni afmælinu saman.

Netfang

Forritarar framtíðarinnar

Í byrjun árs var sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar stofnaður en megin hlutverk sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Brúarskóli var einn fjögurra skóla sem fengu styrk í janúar.

Forritarar-logo

Styrkurinn er í formi tölvubúnaðar, þjálfun kennara til forritunarkennslu og forritunarnámskeiða fyrir nemendur. Innifalið er þjálfun, handleiðsla og eftirfylgni.

Brúarskóli mun nýta styrkinn til að koma af stað forritunarkennslu í skólanum og fellur forritunarkennsla mjög vel að starfi skólans.

Forritarar

Netfang