Marita fræðsla í Vesturhlíð

Að ala upp barn í breyttum heimi

Á undanförnum 5 árum hefur sá heimur sem börnin okkar eru að alast upp í, gjörbreyst.

Þetta þýðir að þær aðferðir og þau ráð sem uppalendur hafa verið að notast við í uppeldinu eru mörg hver úrelt og virka ekki lengur.

Maritafræðslan býður foreldrum og forráðamönnum barna 8., 9. og 10. bekkjar í Brúarskóla í fræðslustund á sal í Vesturhlíð 3, þar sem við munum skoða þessar breytingar saman og skoða hvaða uppeldissérfræðingar eru að ráðleggja í uppeldismálum núna.

Fullorðnir fá einnig að sjá ágrip af þeirri fræðslu sem unglingarnir fengu, sem gerir alla umræðu heima fyrir auðveldari.

Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig best er að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Maritafræðslan verður 20. janúar kl. 17:00-18:30 í Brúarskóla, Vesturhlíð 3.

Netfang

Brúarskóli fær gefins spjaldtölvur

Skólinn  fékk kærkominn styrk í vikunni þegar  Skeljungur færði skólanum 10 nýjar ipad spjaldtölvur að gjöf.  Þetta skólaár er unnið að því að nýta hina fjölbreyttu möguleika spjaldtölvunnar í vinnu með nemendur og einnig  að kenna nemendum einfalda forritun.

"Þrátt fyrir oft á tíðum krefjandi aðstæður er starf skólans byggt upp á gleði, jákvæðni, virðingu og ábyrgð sem ætti að geta verið innblástur fyrir alla vinnustaði. Hluti af stefnu Skeljungs er að styðja við bakið á margvíslegum samfélagslegum verkefnum og þykir okkur vænt um að geta orðið Brúarskóla að liði með þeim hætti sem nýtist bæði nemendum og kennurum í námi og starfi." Segir Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs.

iPad

Björk Jónsdóttir skólastjóri Brúarskóla og Árni Einarsson aðstoðarskólastjóri  tóku við gjöfinni fyrir hönd skólans. 

“Þessi gjöf gleður okkur mjög hér í skólanum og sjáum við fram á að geta unnið enn meira í spjaldtölvum en áður með þessari frábæru gjöf frá Skeljungi. Við erum þeim afar þakklát og hér í húsi ríkir mikil gleði vegna gjafarinnar“ segir Björk Jónsdóttir, skólastjóri  Brúarskóla. 

Netfang

Gleðilegt nýtt ár

Kennsla hefst að loknu jólaleyfi, samkvæmt stundaskrá, mánudaginn 5. janúar.

Netfang

Gleðileg jól

Starfsfólk Brúarskóla óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Skólastarfið hefst að loknu jólaleyfi með starfsdegi föstudaginn 2. janúar. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá mánudaginn 5. janúar.

Netfang

Síðasti skóladagur fyrir jól

Síðasti skóladagur fyrir jól verður 19. desember.

  • Vesturhlíð: Jólahátíð starfsmanna og nemenda í Vesturhlíð. Nemendur mæta kl. 11:00, fara í sínar stofur og síðan borða allir saman kl. 11:30. Jólastund lýkur kl. 12:00.
  • Brúarhús: Jólaball nemenda í Brúarhúsum milli 10:00 og 12:00. Það er enginn akstur þennan dag.
  • Brúarsel: Jólahátíð starfsmanna og nemenda í Brúarseli. Nemendur mæta kl. 11:00 og jólastund lýkur kl. 12:00. Það er enginn akstur þennan dag.

Netfang

Fleiri greinar...