Fræðslufundur fyrir foreldra

Foreldrum nemenda Brúarskóla er boðið á fræðslufund mánudaginn 20. apríl kl. 15:00 í Vesturhlíð 3 um sexting, hefndarklám og netið.

„Ber það sem eftir er: Um sexting, hefndarklám og netið" er fræðsla fyrir foreldra um öryggi barna í stafrænum samskiptum. Fræðslan er í höndum Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, höfundar verðlaunamyndanna „Fáðu já!" og „Stattu með þér!" sem notaðar eru í kennslu í grunnskólum landsins.

Netfang

Páskaleyfi

Páskaleyfi verður í Brúarskóla dagana 28. mars til 6. apríl.

Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 7. apríl.

Netfang

Starfsdagur

Starfsdagur verður í Brúarskóla miðvikudaginn 18. mars.

Netfang

Skákmót í Vesturhlíð

Dagana 9.–11. mars verður hið árlega skákmót Brúarskóla í Vesturhlíð haldið. Í ár eru þátttakendur tólf talsins og koma frá öllum stigum skólans. Sigurvegari mótsins fær nafn sitt skráð á glæsilegan bikar sem hann Andri smíðakennari hannaði fyrir skólann. Þetta er í þriðja skiptið sem mótið fer fram en síðustu tvö ár hefur sigurvegarinn komið frá miðstigi.

Netfang

Marita fræðsla í Vesturhlíð

Að ala upp barn í breyttum heimi

Á undanförnum 5 árum hefur sá heimur sem börnin okkar eru að alast upp í, gjörbreyst.

Þetta þýðir að þær aðferðir og þau ráð sem uppalendur hafa verið að notast við í uppeldinu eru mörg hver úrelt og virka ekki lengur.

Maritafræðslan býður foreldrum og forráðamönnum barna 8., 9. og 10. bekkjar í Brúarskóla í fræðslustund á sal í Vesturhlíð 3, þar sem við munum skoða þessar breytingar saman og skoða hvaða uppeldissérfræðingar eru að ráðleggja í uppeldismálum núna.

Fullorðnir fá einnig að sjá ágrip af þeirri fræðslu sem unglingarnir fengu, sem gerir alla umræðu heima fyrir auðveldari.

Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig best er að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Maritafræðslan verður 20. janúar kl. 17:00-18:30 í Brúarskóla, Vesturhlíð 3.

Netfang

Fleiri greinar...