Útskrift Dale Carnegie

Nemendur á unglingastigi í Brúarskóla útskrifuðust af 9 vikna Dale Carnegie námskeiði föstudaginn 1. júní, en Brúarskóli fékk styrk frá Velferðarsjóði barna fyrir námskeiðinu. Frábær árangur hjá þeim!

Hér má sjá frétt inn á mbl.is

Netfang

Frídagar í maí

Eins og venjulega á vorin eru nokkrir frídagar og aðrir dagar þar sem ekki er kennsla, nú í maí.

Fimmtudaginn 10. maí er uppstigningardagur og því frí þann dag.

Mánudaginn 21. maí er annar í hvítasunnu og því frí þann dag.

Föstudaginn 25. maí er skipulagsdagur starfsmanna og því ekki kennsla þann dag.

Mánudaginn 28. maí eru foreldraviðtöl. Nemendur koma í viðtal hjá umsjónarkennara ásamt foreldrum/forráðamönnum. Umsjónarkennarar verða í sambandi við foreldra/forráðamenn vegna viðtalstíma. 

Netfang

1. maí

Á verkalýðsdaginn, 1. maí, er ekki kennsla í Brúarskóla. 

Netfang

Varðliðar umhverfisins

Nemendur Brúarskóla hlutu í dag útnefninguna Varðliðar umhverfisins fyrir þemaverkefni sem þeir unnu um vatnið nýlega, og var til sýningar í ráðhúsinu á Barnamenningarhátíð. Varðliðar umhverfisins er verkefnasamkeppni grunnskólanemenda í 5.-10. bekk sem haldin er árlega en það er Landvernd, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa fyrir keppninni (nánar hér). 

 vardlidar

Nokkrir nemendur skólans tóku við viðurkenningunni fyrir hönd hópsins við hátíðlega athöfn í Hannesarholti í dag. Það var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra sem afhenti viðurkenninguna. 

Við óskum nemendum okkar til hamingju með viðurkenninguna og erum ákaflega stolt af þeim og þessu flotta verkefni sem þau lögðu sig fram við að vinna. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna í annarri frétt hér fyrir neðan og á vefsíðu Grænfánaverkefnis Brúarskóla

 

Netfang

Brúarskóli á grænni grein

Í vetur hafa kennarar og nemendur Brúarskóla verið þátttakendur í Grænfánanum. Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem Landvernd hefur rekið hér á landi í tæp 10 ár. Rúmlega tvö hundruð skólar á öllum skólastigum um land allt hafa tekið þátt í verkefninu. Þátttökuskólarnir stefna allir að því að geta flaggað hinni alþjóðlegu viðurkenningu, Grænfánanum. Brúarskóli stefnir að því að allar deildir skólans fái Grænfánann haustið 2019. Nú þegar hefur Brúarskóli við Dalbraut fengið Grænfánann tvisvar þ.e. 2015 og 2017. Deildirnar Brúarhús og Brúarsel tengjast Grænfánaskólunum Seljaskóla og Húsaskóla.

Graenfani 1

Með sameiginlegri þemavinnu bætist Brúarskóli í Vesturhlíð og Stuðlar við í verkefnið Á grænni grein. Til þess að ná markmiði okkar erum við búin að stofna vefsíðu og þar með lærdómssamfélag þessara fimm deilda Brúarskóla. Á vefsíðunni er hægt að kynnast starfsemi sem fer fram og geta t.d. foreldrar/forráðamenn og skólar fengið innblástur þar til að styðja börnin sín í umhverfismálum. Þemaverkefnið "Vatnið" varð fyrir valinu í ár. Nemendur rannsökuðu eiginleika vatnsins og skoðuðu vatn í mismunandi birtingarformum á jörðinni. Í einstaklingsverkefnum söfnuðu nemendur upplýsingum um hringrás vatnsins. Afrakstur verkefnisins verður sýndur á Barnamenningarhátíð 17.-23. apríl, nk. í Ráðhúsinu í Reykjavík.

Graenfani 2   Graenfani 3

Nemendur komust að því að vatn skiptir öllu máli. Þau unnu samstarfsverkefnið „Fossar“ úr ljósmyndum, textíl, og málverki, innblásið af ljóði og PowerPoint sýningu eftir einn nemandann. Úr því varð til  Brúarfoss, Fossafoss, Upplýsingafoss og Óskafoss. Gestir á Barnamenningarhátíð geta bætt við óskum sínum um vatnið og hvernig þeir vilja sjá framtíð jarðarinnar.

Netfang

Fleiri greinar...