Brúarskóli á grænni grein

Í vetur hafa kennarar og nemendur Brúarskóla verið þátttakendur í Grænfánanum. Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem Landvernd hefur rekið hér á landi í tæp 10 ár. Rúmlega tvö hundruð skólar á öllum skólastigum um land allt hafa tekið þátt í verkefninu. Þátttökuskólarnir stefna allir að því að geta flaggað hinni alþjóðlegu viðurkenningu, Grænfánanum. Brúarskóli stefnir að því að allar deildir skólans fái Grænfánann haustið 2019. Nú þegar hefur Brúarskóli við Dalbraut fengið Grænfánann tvisvar þ.e. 2015 og 2017. Deildirnar Brúarhús og Brúarsel tengjast Grænfánaskólunum Seljaskóla og Húsaskóla.

Graenfani 1

Með sameiginlegri þemavinnu bætist Brúarskóli í Vesturhlíð og Stuðlar við í verkefnið Á grænni grein. Til þess að ná markmiði okkar erum við búin að stofna vefsíðu og þar með lærdómssamfélag þessara fimm deilda Brúarskóla. Á vefsíðunni er hægt að kynnast starfsemi sem fer fram og geta t.d. foreldrar/forráðamenn og skólar fengið innblástur þar til að styðja börnin sín í umhverfismálum. Þemaverkefnið "Vatnið" varð fyrir valinu í ár. Nemendur rannsökuðu eiginleika vatnsins og skoðuðu vatn í mismunandi birtingarformum á jörðinni. Í einstaklingsverkefnum söfnuðu nemendur upplýsingum um hringrás vatnsins. Afrakstur verkefnisins verður sýndur á Barnamenningarhátíð 17.-23. apríl, nk. í Ráðhúsinu í Reykjavík.

Graenfani 2   Graenfani 3

Nemendur komust að því að vatn skiptir öllu máli. Þau unnu samstarfsverkefnið „Fossar“ úr ljósmyndum, textíl, og málverki, innblásið af ljóði og PowerPoint sýningu eftir einn nemandann. Úr því varð til  Brúarfoss, Fossafoss, Upplýsingafoss og Óskafoss. Gestir á Barnamenningarhátíð geta bætt við óskum sínum um vatnið og hvernig þeir vilja sjá framtíð jarðarinnar.

Netfang

Páskaleyfi

Páskaleyfi verður í Brúarskóla dagana 24. mars til 2. apríl.

Þriðjudaginn 3. apríl verður starfsdagur hjá Brúarskóla, engin kennsla verður þann dag.

Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4. apríl.

Netfang

Opið hús í þemaviku

Föstudaginn 23. febrúar verður opið hús fyrir foreldra/forráðamenn í Brúarskóla í Vesturhlíð kl. 10:30-11:30.

Þessa vikuna hafa nemendur verið að vinna með þemað VATN og verður afrakstur vikunnar til sýnis, auk annarra verkefna.

Vatn

Vonumst til að sjá sem flesta!

Netfang

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi verður í Brúarskóla 15.-16. febrúar.

Netfang

Síðasti skóladagur fyrir jól

Síðasti skóladagur fyrir jól verður miðvikudaginn 20. desember.

Vesturhlíð, Brúarhús og Brúarsel: Jólahátíð starfsmanna og nemenda. Nemendur mæta kl. 11:00. Jólastund lýkur kl. 12:00.

Hefðbundinn akstur fellur niður þennan dag. Foreldrar sem óska eftir akstri þann dag þurfa að hafa samband við Strætó.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 3. janúar.

Netfang

Fleiri greinar...