Skólasetning og foreldraviðtöl

Skólasetning verður í Brúarskóla í Brúarhúsum, Brúarseli og Vesturhlíð þriðjudaginn 22. ágúst. kl. 10:30. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með nemendum.

Umsjónarkennarar mun senda foreldrum bréf með tímasetningum fyrir foreldraviðtöl. 

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.

Hlökkum til samstarfsins við nemendur og foreldra.

Netfang

Skólaslit

Skólaslit verða miðvikudaginn 7. júní. Nemendur mæta kl. 8:10 eins og aðra daga en verða til kl. 15:00 í skólanum. Skólaslit hefjast kl. 14:30 og foreldrar eru velkomnir.

Dagskrá

8:10-12:30 Skóladagur - kennarar senda foreldrum dagskrá.

12:30 Grill í Vesturhlíð.

13:00 BMX brós sýna og skemmta nemendum og starfsmönnum.

14:30 Skólaslit – foreldrar velkomnir!

15:00 Skóladegi lýkur.  

Skólaakstur verður með venjulegum hætti að morgninum en foreldrar/forráðamenn þurfa að hafa samband við Strætó og breyta eða fella niður akstur heim.

Netfang

Foreldraviðtöl

Foreldraviðtöl verða í Brúarskóla Vesturhlíð, Brúarhúsum og Brúarseli mánudaginn 29. maí. Foreldrar eiga að hafa fengið tímasetningar frá umsjónarkennurum.

Engin kennsla er þann dag.

Netfang

Starfsdagur

Starfsdagur verður í Brúarskóla 19. maí. Engin kennsla verður þann dag.

Netfang

Hvað leynist í ísnum?

Í ár hafa nemendur í Brúarskóla við Dalbraut unnið að verkefni um hlýnun jarðar. Nemendur eru í skólanum að meðaltali í 6 vikur í einu. Byrjað var á að horfa á Before the Flood eftir Leonardo de Caprio sem fjallar um hlýnun jarðar og hvaða áhrif hún hefur á lífríkið. Einnig skoðuðu nemendur bækur um efnið og leituðu upplýsinga á netinu.

Til að kveikja hugmyndir að næsta skrefi í verkefninu voru notaðar ljósmyndir af íssprungum en út frá þeim teiknuðu nemendur lífverur sem þeim fannst þeir sjá í ísnum.

Hvad byr i isnum 1Hvad byr i isnum 2

Myndirnar voru svo notaðar til að búa til spil eins og snapp, Svarta Pétur og kvartett.

Lítið er af efni um hlýnun jarðar á íslensku á Youtube. Því var ákveðið að búa til stop motion stuttmynd um hlýnun jarðar. Við gerð myndarinnar lærðu nemendur heilmikið um hvernig koma má í veg fyrir hlýnun jarðar og hversu mikilvægt það er að koma almennt vel fram við jörðina.

Meðal persóna í myndinni eru Guðni Th. Jóhannesson og Ævar vísindamaður. Nemendur við Brúarskóla buðu þeim að sjálfsögðu á frumsýningu myndarinnar en Guðni sá sér því miður ekki fært að mæta en Ævar kom og var mjög ánægður með myndina.

Þemavinnan er liður í Grænfána verkefni Brúarskóla við Dalbraut.

Netfang

Fleiri greinar...