Skip to content

8. júní – vorhátíð, skólaslit og útskrift

Miðvikudaginn 8. júní verður vorhátíð og skólaslit í Brúarskóla. Skóladagurinn byrjar á hefðbundnum tíma kl. 8:20.

Nemendur og starfsfólk gerir sér glaðan dag á sinni starfsstöð fram til hádegis.
Í hádeginu verður grillað í Vesturhlíð og nemendur starfsfólk Brúarhúsa koma þangað. Að grilli loknu kemur Wally trúður og skemmtir okkur.

Skólaslit og útskrift hefst kl. 13:30 inni á sal og eru foreldrar og forráðmenn hjartanlega velkomnir að fylgja börnum sínum þá.

Foreldrar/forráðamenn athugið að enginn skólaakstur verður í lok dags nema þið pantið hann sérstaklega.

Við þökkum kærlega fyrir samveruna og samstarfið á skólaárinu og óskum ykkur ánægjulegs sumars.

Starfsfólk Brúarskóla