Súkkulaðismákökur

Ofnhiti 180°C

 • 100 gr mjúkt smjör
 • 1 dl flórsykur
 • ½ dl púðursykur
 • 2 dl hveiti
 • ½ tsk matarsódi
 • 1 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • ½ dl súkkulaðispænir

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum.
 2. Hrærið smjör og sykur ljóst og létt.
 3. Brjótið eggið í litla skál/glas og bætið út í.
 4. Mælið þurrefnin og blandið varlega saman við.
 5. Bætið vanilludropum og súkkulaði og hrærið vel saman. 
 6. Mótið litlar kökur með tveim skeiðum og raðið á bökunarplötu. 
 7. Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur.

Verði þér að góðu

Netfang