Kryddbrauð

Ofnhiti: 170°c, án blástur og meiri undirhiti

 • 1 ½ dl hveiti
 • 1 ½ dl haframjöl
 • 1 dl púðursykur
 • 1 tsk matarsódi
 • ½ tsk kanill
 • ½ tsk negull
 • ½ tsk engifer
 • ½ msk kakó
 • 2 dl súrmjólk eða 1 ½ dl mjólk
 • 1 egg

Aðferð

 1. Öllu blandað saman og hrært með sleif (ekki hrærivél). 
 2. Sett í aflangt, um 1 lítra kökuform og bakað í um 35-40 mínútur.
 3. Stingið með tannstöngli til að sjá hvort brauðið er tilbúið. Ef tannstöngullinn kemur hreinn upp þá er það tilbúið. 
 4. Gott með smjöri og osti.

Verði þér að góðu

Netfang