Krúttlegar Marmarakökur

(passar í 1 lítra jólakökuform)

 • 100 gr mjúkt smjörlíki
 • 1 dl sykur
 • 1 egg
 • 2 ½ dl hveiti
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • 1 dl mjólk
 • ½ tsk vanilludropar

------

 • 3 tsk kakó
 • 1 tsk sykur
 • 1 msk mjólk

Aðferð

 1. Hrærið smjörlíki og sykur saman í hrærivél.
 2. Brjótið eitt egg í einu í skál og blandið saman við. Hrærið vel í á milli.
 3. Látið hveiti og lyftiduft ásamt mjólk og vanilludropum út í hrærivélaskálina og hrærið þar til allt hefur blandast vel
 4. 1/3 hluti deigsins er tekinn frá í skál og blandað kakó, sykur og mjólk. Helmingurinn af hvíta deiginu er látinn í mót, svo brúna deigið og að lokum það sem eftir er af hvítadeiginu.
 5. Skerið í gegnum deigið í forminu með hníf.
 6. Bakið í miðjum ofni við 180 °C í um 30-50 mínútur. Fer eftir stærð kökuformsins.

Verði þér að góðu

Netfang