Kanelsnúðar

Hitið ofninn í 180 gráður

  • 225 gr hveiti
  • 2 ½ tsk. lyftiduft
  • ½ dl. sykur
  • 50 gr. brætt smjör
  • 1 ½ dl mjólk
  • 25 gr. brætt smjör, sykur og kanil blandað saman.

      Kanelsnudar

Aðferð

  1. Öllu blandað vel saman og hnoðað vel. 
  2. Fletjið vel út, penslið brædda smjörinu vel á deigið og stráið svo kanilsykrinum yfir. 
  3. Rúllið deiginu vel og þétt upp og skerið svo snúðana ca 1-2 cm stóra.
  4. Setið snúðana á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í ca 15- 20 mín eða þangað til þeir eru orðnir ljós gullbrúnir að lit.

Verði þér að góðu

 

Netfang