Fríðubollur

 • 2 dl hveiti
 • 1 dl heilhveiti
 • ½ msk þurrger
 • ½ tsk salt
 • 1 msk olía
 • 1 msk hunang
 • 1 ½ dl heitt vatn

Aðferð

 1. Hitaðu ofninn í 180°C.
 2. Blandið öllum þurrefnum saman.
 3. Blandið heitu vatni, hunangi og olíu saman. Gætið að vökvinn sé ekki of heitur og ekki of kaldur, hann á að vera um 37°C heitur.
 4. Settu deigið á borðið og hnoðaðu það og bættu við hveiti eftir þörfum.
 5. Rúllaðu deiginu í lengju og skiptu jafnt í 6-8 hluta. 
 6. Mótaðu bollur úr deiginu og raðaðu á plötu. Ef tími gefst til er gott að láta bollurnar lyfta sér.
 7. Bakaðu bollurnar í miðjum ofni við 180°C í 12-15 mínútur.
 8. Leyfðu bollunum að kólna á grind.

Verði þér að góðu

Netfang