Bananasúkkulaði múffur

(ca. 12 múffur)

Ofnhiti 180°C

 • ¾ dl sykur
 • 1 ¾ dl hveiti
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • 1 egg
 • 60 gr brætt smjör
 • 2 msk mjólk
 • ½ tsk vanilludropar
 • 1 ½ vel þroskaðir bananar
 • 3 msk súkkulaðispænir

Aðferð

 1. Bræðið smjörið í litlum potti og stappið bananana með gaffli og látið bíða.
 2. Hrærið saman egg, mjólk og vanilludropa í skál. Blandið svo smjöri og bananastöppu saman við.
 3. Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti og súkkulaðispæni í aðra skál. Setjið svo eggjabananablönduna saman við og hrærið sem minnst í deiginu.
 4. Setjið í múffuform og bakið í 12 til 15 mínútur í miðjum ofni við 180 °C.

Verði þér að góðu

Netfang