Íslensk kjötsúpa

Hluti 1 

7 dl vatn

2 bitar súpukjöt eða 300 - 400 g beinlaust lambakjöt í litlum bitum

½ tsk salt

¼ tsk pipar (eða minna, eftir smekk)

Aðferð

Setjið í pott, látið suðuna koma upp og látið sjóða í 20 mínútur.

Hluti 2

2 - 4 kartöflur (eftir stærð)

¼ - ½ rófa (eftir stærð)

2 gulrætur

¼ laukur

2 msk hrísgrjón

1 tsk kjötkraftur

1 msk súpujurtir

 Aðferð

  • Skerið grænmetið og laukinn smátt, bætið út í pottinn og sjóðið áfram í 10 – 15 mínútur, eða þar til grænmetið er soðið í gegn.
  • Bragðbætið með pipari og salti, eftir smekk.

Netfang