Gulrótarkaka

Kakan

 • 1 bolli hveiti
 • ½ tsk matarsódi
 • ½ tsk lyftiduft
 • ½ tsk kanill
 • ¼ tsk salt
 • ¾ bolli olía
 • 1 bolli púðursykur
 • 2 egg
 • 1 bolli rifnar gulrætur
 • ¼ bolli grófsaxaðar valhnetur (má sleppa)

Aðferð

 1. Sigtið hveiti, matarsóda, lyftiduft, kanil og salt í skál. Þeytið saman olíu og púðursykur, bætið eggjum við einu í einu. Setjið svo hveitiblönduna, gulrætur og valhnetur saman við með sleif eða sleikju.
 2. Skiptið deiginu í tvö lítil hringform.
 3. Bakið í 15 - 20 mín. við 175°C

Kremið

 • 50 g smjör
 • 100 g rjómaostur
 • 250 g flórsykur
 • ½ tsk vanilludropar

Aðferð

Sigtið flórsykurinn og hrærið saman við smjörið, rjómaostinn og vanilludropana.

Verði þér að góðu

Netfang