Jólaleyfi og síðasti skóladagur í desember

Fimmtudagurinn 20. desember er síðasti skóladagur fyrir jólaleyfi. 

Þann dag mæta nemendur í Vesturhlíð, Brúarseli og Brúarhúsum kl. 11:00 í skólann. 

Nemendur og starfsmenn eiga saman jólastund og borða saman. Deginum lýkur kl. 12:00. 

Foreldrar/forráðamenn athugið að breyta skólaakstrinum fyrir þennan dag!

Skólinn hefst aftur að loknu jólaleyfi 3. janúar 2019. 

morgaes

Netfang

Bókagjöf frá Osló

Oslóarbúar ákváðu þetta árið að gefa skólabókasöfnum Reykjavíkur bókagjöf, í stað þess að gefa borgarbúum jólatré eins og hefð hefur verið fyrir. 
Brúarskóla hefur borist pakki með öllum fjórum bókunum um brjálaða prófessorinn Doktor Proktor eftir Jo Nesbø. 
Við þökkum Oslóarbúum fyrir og hlökkum til að lesa. 

20181211 131245baekur

Netfang

Jólaföndur og jólapeysu- og jólasveinahúfudagur

Föstudaginn 7. desember verður jólapeysu- og jólasveinahúfudagur í Brúarskóla. 
Þann dag verður líka jólaföndur í Vesturhlíðinni kl. 12:15-13:30.
Foreldrar og vinir skólans velkomnir að föndra með nemendum!

Hlökkum til að sjá ykkur!

crafts clipart christmas 3

Netfang

Opið hús og skipulagsdagur

Föstudaginn 23. nóvember verður opið hús fyrir foreldra/forráðamenn í Brúarskóla í Vesturhlíð kl. 10:30-11:30. Gert er ráð fyrir að allir nemendur ljúki skóladeginum í skólanum en fari ekki heim með foreldrum.

Mánudaginn 26. nóvember n.k. verður skipulagsdagur starfsmanna. Engin kennsla verður þann dag.

Netfang

Foreldraviðtöl og vetrarleyfi

Foreldradagur verður í Brúarskóla miðvikudaginn 17. október. Engin kennsla verður þann dag

Vetrarleyfi verður dagana 18.-22. október.

Netfang

Fleiri greinar...