Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ verður hlaupið föstudaginn 7. september. Hlaupið hét áður Norræna skólahlaupið og verið árlegur viðburður sem notið hefur mikilla vinsælda hjá nemendum.

Netfang

Skólasetning og foreldraviðtöl

Skólasetning verður í Brúarskóla í Brúarhúsum, Brúarseli og Vesturhlíð miðvikudaginn 22. ágúst. kl. 10:30. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með nemendum.

Foreldraviðtöl verða mánudaginn 20. ágúst. Umsjónarkennarar mun senda foreldrum bréf með nánari tímasetningum fyrir foreldraviðtöl. 

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.

Hlökkum til samstarfsins við nemendur og foreldra.

Netfang

Vorhátíð / Skólaslit

Fimmtudaginn 7. júní verður vorhátíð og skólaslit í Brúarskóla. 

Hér má sjá dagskrá:
Nemendur mæta á hefðbundnum tíma.
Kl. 8:00 - 11:00 - Hver hópur skipuleggur
Kl. 11:00 - 11:45 - BMX Brós 
Kl. 11:45 - 12:30 - Grillaðar pylsur og ís
Kl. 12:30 - 13:10 - Skólaslit á sal, foreldrar velkomnir. 

Netfang

Útskrift Dale Carnegie

Nemendur á unglingastigi í Brúarskóla útskrifuðust af 9 vikna Dale Carnegie námskeiði föstudaginn 1. júní, en Brúarskóli fékk styrk frá Velferðarsjóði barna fyrir námskeiðinu. Frábær árangur hjá þeim!

Hér má sjá frétt inn á mbl.is

Netfang

Frídagar í maí

Eins og venjulega á vorin eru nokkrir frídagar og aðrir dagar þar sem ekki er kennsla, nú í maí.

Fimmtudaginn 10. maí er uppstigningardagur og því frí þann dag.

Mánudaginn 21. maí er annar í hvítasunnu og því frí þann dag.

Föstudaginn 25. maí er skipulagsdagur starfsmanna og því ekki kennsla þann dag.

Mánudaginn 28. maí eru foreldraviðtöl. Nemendur koma í viðtal hjá umsjónarkennara ásamt foreldrum/forráðamönnum. Umsjónarkennarar verða í sambandi við foreldra/forráðamenn vegna viðtalstíma. 

Netfang

Fleiri greinar...